Microplane – Fín Þjöl, NÝIR LITIR
Þjölin frá Microplane er fyrir löngu orðin ómissandi í eldhúsum og hnífatöskum atvinnu- jafnt sem áhugakokka enda finnst okkur ekkert áhald betra þegar kemur að því að rífa sítrusbörk, harðan ost, hvítlauk eða engifer.
Rifjárnið er laserskorið úr ryðfríu stáli og er flugbeitt sem tryggir að hráefnið er rifið af nákvæmni án þess að rifna eða kremjast og engin þörf er á að beita afli.
Handfangið er hannað með vinnuhagræði í huga, það er mjúkt viðkomu og verður ekki sleipt. Neðst á þjölinni eru svo litlir plastfætur svo þjölin rennur ekki til sé henni tyllt niður.
Þjölin kemur með plasthulstri (má ekki fara í uppþvottavél) sem gott er að nota til að hlífa rifjárninu þegar það er ekki í notkun.
Við mælum með því að þjölin sé þvegin undir rennandi vatni strax eftir notkun og henni leyft að þorna hangandi en hún þolir líka þvott í uppþvottavél.
Microplane rifjárnin koma í mörgum grófleikum sem henta mismunandi verkefnum. Þessi þjöl er fullkomin fyrir: börk sítrusávaxta, harðan ost, engifer og aðrar rætur, súkkulaði, múskat og trufflur.
3.990 kr.
SKU
N/A
Categories Allar Vörur, Eldhús
Vinsælar vörur
-
Sagaform Picnic Glös 4 stk
4.550 kr. -
Elna Hilla | Svört
7.990 kr. -
Neri skál
2.690 kr.
Nýjar vörur
-
Alvar Aalto vasi 251 mm
27.690 kr. -
Tundra skál 25cl clear
4.700 kr. -
Snúanlegur Spegill
104.990 kr. -
Skál 10cm cream
1.590 kr. -
Bubliq Sódatæki | Silfur
28.590 kr.