
Védís Pálsdóttir
Védís Pálsdóttir útskrifaðist frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands vorið 2016. Védís lauk starfsnámi hjá danska hönnuðinn Kristinu Dam 2017 og hóf eftir það störf hjá HAF studio og vann þar við vöruþróun og innanhúshönnun. Védís tók þátt á Hönnunarmars 2016 með sýninguna ,,Willow Project“ sem er samstarfsverkefni sjö hönnuða en sýningin hefur síðan þá ferðast um allan heim. Verkin sem Védís sýnir á Hönnunarmars 2020 urðu til í yfirstandandi fæðingarorlofi veturinn 2019-2020. Húsgögnin í vörulínunni eru innblásinn af svokölluðum einnar línu teikningum, þar sem ekki er lyft penna fyrr en teikningunni er lokið. Þrívíðu vörurnar eru hannaðar úr gleri og málmi, efniviði sem er ,,kaldur“ og „harður“ sem myndar andstæðu við mjúku línur teikninganna. Það er síðan neytandans að velja hvort það sé nóg að eignast tilbúna vöru í þessum skilningi eða hvort þörf sé á framleiðsluferlinu öllu. Ábyrgðinni á því vali er varpað yfir á neytandann.
-
Blómavasi III
8.500 kr. -
Blómavasi II
8.500 kr. -
Blómavasi I
8.500 kr. -
Grænn blómavasi
8.500 kr. -
Afleggjarabakki
8.500 kr. -
One Line Chair
16.900 kr. -
One Line Decorative Storage
16.900 kr. -
One Line Floor Lamp
16.900 kr. -
One Line Table
16.900 kr. -
One Line Table Lamp
16.900 kr.