Afgreiðsla pantana

Pantanir eru keyrðar út á mánudögum og fimmtudögum milli kl 18:00 – 21:00. Ef pantað er eftir hádegi á mánudegi eða fimmtudegi mun sú pöntun vera afhend næsta útkeyrsludag. Sé vara ekki til á lager verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vöru. Þegar Ramba hefur lokið afgreiðslu pöntunar þinnar færðu sendan tölvupóst á netfang þitt með vörureikningi/nótu í viðhengi. Vörureikningurinn sýnir hvað var keypt, afhendingarstað, greiðslumáta og verð.

Afhending pantana

Ef kaupandi óskar eftir heimsendingu þá eru vörurnar sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ramba ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Ramba til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Sé greitt fyrir heimsendingu með pósti tekur Ramba ekki ábyrgð á því ef Íslandspóstur sendir ekki upp að dyrum.

Hægt er að óska eftir að sækja pöntun til Ramba á þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan 17 og 20, Grænakinn 19, 220 Hafnarfjörður. 

Verðskrá fyrir heimsendingar:

Sending á pósthús: 990 kr.

Heimsending: 1190 kr.

Add to cart